Það var góð þáttaka í rathlaupinu í grasagarðinum á degi íslenskrar náttúru 16. setpember 2012 og fullt af nýju fólki mætti til að prófa rathlaup.
Þriggja vikna met í þáttöku barna á rathlaupsæfingu (frá Vífilstaðarhlíð) var rækilega slegið. Það voru 34 þáttakendur sem hlupu barnabrautina (að fullorðnu fylgdarliði ótöldu), en mæting í lengri brautina hefði mátt vera meiri.
Hér fyrir neðan eru svo úrslitin. Eins og gengur og gerist þá er ákafinn oft það mikill að stundum er hlaupið framhjá sumum stöðvunum eða þær finnast ekki. Kapp er nefnilega best með forsjá, en það kemur líka fyrir eldri og reyndari hlaupara að missa af flaggi eins og sést á úrslitunum í lengri brautinni :).
Tæknin var eithvað að stríða okkur við aflesturinn á úrslitunum og í einstaka tilfellum vantar millitíma.
P.s. Næsta æfing verður í Öskjuhlíð og nánari upplýsingar um staðsetningu og lengd brauta kemur á heimasíðuna á mánudag eða þriðjudag.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.