[blip-slideshow link=href captions=false thumbnails=false controller=false fast=2 overlap=false resize=fit rss=feed://api.flickr.com/services/feeds/photos_public.gne?id=51645547@N08&lang=en-us&format=rss_200]
ICE-O 2012 Upplýsingar
ICE-O er alþjóðlegt rathlaupsmót sem er haldið árlega og þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið. Rathlaup er skemmtileg fjölskylduíþrótt og á mótinu getur öll fjölskyldan komið og hlaupið mismunandi brautir eftir eigin getu. Boðið er upp á byrjendabrautir, opnar brautir, keppnis brautir og einnig verður boðið upp á smábarnabrautir fyrir yngstu börnin. Sunnudagur er sérstakur barnadagur. Ókeypis er fyrir börn að taka þátt.
Keppt er á þremur stöðum á þremur dögum.
Föstudagur 6. júlí 18:00 er sprett hlaup í miðbæ Reykjavíkur. Keppnismiðstöð er við Öskju, náttúrufræðibyggingu HÍ. Miðstöðin opnar klukkan 17:00 en þá er hægt að mæta og fá rástíma. (kort)
Laugardagur 7. júlí 11:00 er hefðbundið hlaup í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Keppnismiðstöð er við grillið í Vífilsstaðahlíð. Þangað er hægt að mæta klukkan 10:00 og fá rástíma ef þú ert ekki búinn að skrá þig nú þegar. (kort)
Sunnudagur 8. júli 11:00 er stutt hlaup í Elliðaárdal. Keppnismiðstöð er við Rafveituhúsið við Rafstöðvarveg. Þangað er hægt að mæta klukkan 10:00 og fá frekari upplýsingar og rástíma (kort)
Sérstakar byrjendabrautir eru í boði alla dagana en á Sunnudag er boðið upp á sérstakar barnabrautir og auka byrjendabrautir. Sumar brautirnar er hægt að fara með barnavagn. Fjölskyldur eru hvattar til að koma og prófa á sunnudaginn.
Kostnaður við þáttöku er 500 kr á dag
Nánari upplýsingar
Upplýsingar á íslensku (pdf)
Skráning Forskráning hér en einnig er hægt skrá sig á staðnum í byrjendabrautir og opnar brautir.
Greiðslur: Íslendingar eru beðnir um að millifæra eða borga á staðnum.
Myndir frá síðasta viðburði: ICE-O 2011
Tengliðir: Guðmundur Finnbogason Phone: 895 2409 eða e-mail: rathlau@rathlaup.is