Næsta fimmtudag verður boðið upp á rathlaup í Elliðaárdal frá kl 17 til 18:30. Hlaupið er frá hús starfsmannafélag Orkuveitunnar, sjá nánar á korti. Þar verða þjár brautir í boði, auðveld 1,8 km , létt löngbraut 2,9 km og perlufestarathlaup 3,9 km. Auðvelda brautin hentar fyrir 10 ára og eldri. Það er spáð góðu veðri og því er tilvalið að taka fjölskylduna í rathlaup næsta fimmtudag. Hlaupin eru öllum opin og skráning fer fram á staðnum. Þátttaka í hlaupinu er 500 kr en það er frítt að prófa í fyrsta skiptið.
Rathlaup í Elliðaárdal
Posted
in
by
Tags:
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.