Ratlaupfélagið Hekla

Blómarathlaup í Laugardal fimmtudaginn 11. ágúst 2011

Þá er komið að blómlegasta rathlaupi sumarsins. Eins og vera ber fer það fram í Laugardalnum þar sem enn má vonandi finna falleg blóm.  Skýringu á blómarathlaupi má sjá í færslunni hér fyrir neðan en þær brautir, sem nú verða í boði, eru reyndar svolítið tilbrigði við það sem þar er lýst. Blómarathlaup er einfalt og byrjendavænt form af rathlaupi og velja má milli tveggja brauta, lengri og styttri. Að venju er hægt að hefja hlaupið einhvern tíma frá kl. 17:00 til 18:30. Upphafsstað og hentugt bílastæði má sjá á myndinni hér fyrir ofan, smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply