Ratlaupfélagið Hekla

Öskjuhlíðardagurinn

Rathlaupsfélagið Hekla býður upp á þrjár rathlaupsbrautir á Öskjuhlíðardeginum.

Rathlaup er skemmtileg nýjung í hlaupaflóruna á íslandi. Það er blanda af víðavangshlaupi og rötun. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu þar sem búið er að merkja inná nokkrar stöðvar. Þeir eiga svo að fara á milli þessara stöðva í réttri röð á sem styðstum tíma. Þá reynir ekki aðeins á líkamlega hæfileika og úthald heldur ekki síður á útsjónasemi hlauparans við að velja sem styðsta og greiðfærasta leið á milli pósta. Íþróttin henntar öllum sem hafa gaman af útiveru, hreyfingu og skemmtilegum áskorunum. Hún krefst ekki sérstaks búnaðar. Gott er að vera í góðum hlaupaskóm og þægilegum fatnaði. Það má taka með áttavita en það er ekki nauðsynlegt. Kort og búnað til að skrá tímatöku fær þátttakandi á staðnum.

Boðið verður upp á tvær hefðbundnar rathlaupsbrautir. Langa og miðlungs langa. Brautirnar eru útbúnar stafrænum tímatökubúnaði frá SPORTident en slíkur búnaður er jafnan notaður á öllum mótum erlendis. Þátttakendur geta valið að fara eina eða báðar brautirnar og fá búnað til tímatöku lánaðan hjá félaginu.

Þá verður boðið upp á skemmtilega braut fyrir börn og fjölskyldur. Brautin er stutt og lögð þannig að auðvelt er að fara með barnavagn um hana.

Hægt er að skrá sig með því að smella hér eða við komu í Háskólan í Reykjavík á laugardaginn. Skáning opnar klukkan 10:00 en hlaupin byrja klukkan 11:30 og standa til 13:00. Hægt er að hefja hlaupið á því tímabili. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin hjá körlum og konum í báðum fullorðinsbrautunum auk þriggja efstu í barna og fjölskyldu brautinni. Allir sem tala þátt í barna og fjölskyldubrautinni fá viðurkenningu að loknu hlaupi.

Vinnsamlega skráið ykkur hér. Það er líka hægt að skrá sig á laugardaginn við mætingu í Háskólann í Reykjavík


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply