Rathlaupafélagið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur teiknað kort af stórum hluta Seljahverfis. Kortið nær yfir bæði Seljaskóla og Ölduselsskóla og ætti því að nýtast vel í skólastarfi auk þess að vera skemmtilegt sprettæfingakort fyrir rathlaupara. Gerð kortsins var styrkt af Hverfissjóði Reykjavíkurborgar og í tengslum við það munum við vígja kortið með opnu kynningarrathlaupi fyrir almenning um leið og sóttvarnaraðgerðum verður aflétt. Kortið má nálgast hér:
Nýtt kort af Seljahverfi
Posted
in
by
Tags: