Þá er komið að bikarmótir númer tvö í sumar núna næstkomandi laugardag (mæting milli kl. 11.00 og 12.00). Þetta verður eins og hver önnur æfing nema að hægt er að vinna sér inn bikar ef mætt er á fleiri bikarmót, og síðast en ekki síst verða léttar veitingar í boði félagsins eftir hlaup.
Hlaupið verður á Rauðavatnskortinu, og byrjað verður rétt hjá Moggahöllini Hádeigismóum 4 (en nota bene, allur forsetakosninga áróður er bannaður á staðnum).
Allir velkomnir og viðeigandi brautir fyrir börn, byrjendur eða reynda rathlaupara.