Ratlaupfélagið Hekla

Vårspringet í Linköping

 

Hægt og rólega kemur vorið hér í Svíþjóð en það var þó heldur kalt um helgina og snjóaði aðeins á keppendur. Keppnistímabilið er farið á fullt hér og nú eru haldnar keppnir hverja helgi í Östgötland léninu. Sá sem hér skrifar, Gísli Örn, tók þótt í vorhlaupinu hjá Linköping klúbbnum og hljóp í erfiðum opnum flokki. Þetta var skemmtilegur skógur með mikið af vötnum og litlum hæðum. Það voru um 700 þátttakendur í allri keppninni en mínum flokki voru 32 keppendur og keppt var bæði á laugardegi og sunnudegi. Ég var mjög sáttur með hlaupið og gerði smá villur en engar alvarlegar. Ég hlaup nokkuð stöðugt og passaði vel upp á að rötunin væri í forgangi. Á sunnudeginum gaf ég aðeins meira í og það skilaði sér þrátt fyrir klaufalega villu á síðasta pósti þar sem ég elti í blindni aðra hlaupara. Það er meira öryggi í rötunni eftir æfingarnar í vetur og það skilar sér í betri árangri.  Ég finn að ég mun fljótari að átta mig á landslaginu og finna póstana.

Hér má sjá tímana frá laugardeginum

Hér má sjá tímana frá sunnudeginum
Hér má sjá brautina og hvernig ég hljóp.


Posted

in

by

Tags: