Núna verður boðið upp á opnabraut þannig þú getur prentað út kortið og hlaupið brautina við Rauðavatn kort frá 11.9 til 23.9 .
Næsta fimmudag ætlar að Ólafur að bjóða upp á kennslu sem felur í sér að ganga að hluta brautarinnar og velta fyrir sér þeim táknum sem koma fyrir á kortinu. Það er mjög góð æfing fyrir alla sem eru stíga sín fyrstu skref. Mæting er við Olísstöðina við Rauðavatn kl 17:30 og það verða kort á staðnum fyrir þá sem vilja hlaupa þá eða ganga með Ólafi.
Meistaramótið verður haldið í Vífilsstaðahlíð laugardaginn 19. september og munið að taka daginn frá. Mótið er haldið í skátaskála og boðið verður upp á pyslur og meðlæti. Þetta fyrst og fremst skemmtun fyrir alla félagsmenn og aðra sem langar að prófa rathlaup.