Ratlaupfélagið Hekla

Dagur þrjú í undirbúningi fyrir Jukola 2015 Finlandi

IMG_1249
Dagur þrjú í Finlandi. Nú erum við að bíða eftir að Ólafur grilli beinlausu rifin og bráðum förum við að kynda í saununinni en sjórinn er alveg tilbúinn.
Við hittum Finnska ríkissjónvarpið í hádeiginu sem tók við okkur viðtal og myndaði okkur að hlaupa fram og tilbaka. Það kom líklega stutt 3 mín frétt um okkur fyrr í kvöld um okkur í Finnska sjónvarpinu. Það koma svo fleiri fréttir á laugardeginum, en Magnus fréttamaður Yle ætlar að taka við okkur viðtöl eftir hlaupin (ef við skilum okkur í mark fyrir kl. 8.00 á sunnudagsmorgun).

Við vonum að logo styrktaraðilanna okkar sjáist nú í sjónvarpinu, en okkur tókst því miður ekki að koma því að í viðtalinu. En helstu styrktaraðilar rathlaupafélagsins Heklu er Íslenskir Fjallaleiðsögurmenn og Dohop.

Um eftirmiðdaginn fórum við á æfingur hjá Rasti Piikkiö. Niðurstöður tímatökunar koma vonandi á heimasíðunni þeirra. Okkur gekk vel nema Óli tókst að týna emit spjaldinu í miðri braut. Sem betur fer kom spjaldið svo í leitirnar seinna um kvöldið.


Posted

in

by

Tags: