Í tilefni þess að við vorum að prófa kortið við Rauðavatn í fyrsta skipti og í tilefni þess hversu latur ég var að taka saman fánana, hef ég ákveðið að efna til smá leiks. Nú munu rathlaupafánarnir liggja þarna úti við Rauðavatn til föstudagsins 19. júni.
Hægt er að fara í stutt og einfalt stigarathlaup (7 póstar), eða hlaupa erfiða rathlaupabraut (3,8 km).
Þið sem takið þátt munið lenda í potti sem dregið verður úr og heppnir þáttakendur geta unnið smáræðis verðlaun.
Til að lenda í pottinum fyrir stigarathlaupið þarf að finna 4 eða fleiri fána, skrifa niður bókstafinn eða tölustafinn sem þar stendur og senda á netfang félagsins.
Til að lenda í pottinum fyrir erfiða rathlaupið þarf að senda gps feril hlaupsins á netfang félagsins. Ekki er gerð krafa um að finna alla póstanna, bara að reyna það, til að lenda í pottinum.
Allir eru velkomnir að prófa, félagsmenn sem og aðrir. Ef eitthvað er óljóst má pósta spurningum á fésbókarsíðu félagsins. Netfang félagsins er rathlaup@rathlaup.is
Hér eru hlekkir á kortin:
Stigarathlaup (7 póstar)
Erfið rathlaupabraut (3,8 km)
ps. hafa skal í huga að hugsanlega geta einhverjir fánar horfið ef einhverjir óprútnir aðilar taka þá í burtu, en ef svo er látið okkur vita.
pps. Mæli með að prenta út stigarathlaupakortið með 130% stækkun.