Ratlaupfélagið Hekla

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar Heklu 2015

Aðalfundur félagsins var haldinn 12. febrúar sl. Fyrsti fundur stjórnar var svo haldin síðastliðinni sunnudag. Stjórnin skipti með sér verkum, Dana er dagskrárstjóri, Gísli Jónsson formaður, Gísli Örn meðstjórnandi, Ólafur Páll ritari og Vigdís gjaldkeri (kemur ný inn í stjórn). Það er skemmtilegt að kynjahlutfallið hefur batnað um 100% frá fyrra ári.

Farið var yfir helstu verkefni þessa árs. Dagskrá sumarsins verður með hefðbundu sniði. ICE-O 2015 verður á sínum stað og félagið mun halda áfram að bjóða upp á námskeið fyrir börn. Félagið fékk styrk til þess að gera fasta rathlaupabraut í Öskjuhlíð og Elliðarárdal frá Reykjavíkurborg. En svo skemmtilega vildi til að verkefnin um fasta rathlaupabraut í Öskjuhlíð og Gufunesi fengu brautargengi í Betri Reykjavík kosningunni.

 


Posted

in

by

Tags: