Eins og áður hefur komið fram er fréttaritari félagsins staddur í Finnlandi og tók þátt í sínu öðru rathlaupi í dag (5. október). Anssi hafði skráð fréttritarann í 21 ára hópinn, en sem betur fer í stuttu brautina (6.3 km). Það voru 11 sem tóku þátt í þessum riðli. Það tók fréttaritarann smá tíma til að komast í gang og átta sig á landslaginu. Lenti í erfðileikum með póst 1 og 3. En svo fór þetta ganga betur og sjálftraustið og hraðinn óx með hverjum pósti. Var kominn í 9 sætið á pósti 10 og allt leit vel út. Hann sá svo auðvelda leið með stíg milli 10 og 11 en af einhverjum furðulegri ástæðu datt fréttaritaranum að stytta sér leið í gegnum skóginn til að vinna inn tíma og lenti í ruglinu. Hann kom út úr skóginum allt annarstaðar en hann hélt og stígakerfið ruglaði hann svo í ríminu að hann var um 25 mínútur að vafra um svæðið í leit að sjálfum sér. Loks fannst fréttaritarinn sjálfan sig og póst 11. En sjálfstraustið og þrekið löngu farið (líklegast löngu komið á mark á undan). Póstur 12 var alltí lagi en sá síðasti var eitthvað að fela sig fyrir fréttaritaranum sem fann hann loks og allri pirringsorkunni eyddi hann svo í lokasprettin og var með annan besta tímann á þeim stutta legg.
En niðurstaðan smá vonbrigði, 10 sæti af 11 (einn kláraði ekki) en engu að síður feykna gaman hjá fréttaritaranum.
Niðurstöður má finna hér: XXIX Oravatonni
Millitímar hér: Millitímar
Hugsanlega verða rathlaupafréttirnar uppfærðar í lok vikunar ef fréttritari þorir að opinberar mistök sín með gps slóðinni sinni úr hlaupunum.