Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit úr Öskjuhlíð, 15. ágúst 2013

Af einhverjum ástæðum mættu bara stjórnarmeðlimir í hlaupið í Öskjuhlíðinni og því miður ekki öll stjórninn. Gísli setti út brautina, og Fjölnir og Gísli Örn hlupu hana. Það var allt og sumt þrátt fyrir hlýindi, yndislega vætu og stöku skúri.

Úrslitin voru þannig að Gísli Örn hljóp brautina á 31:16 og Fjölnir á 49:45. Engir millitímar verða settir fram vegna tæknilegra hindranna.

Millitíminn væri enda mjög ónákvæmur þar sem búið var að taka póst 1, 10 og 11 niður áður en Gísli Örn hljóp og Fjölnir þurfti að flýja áður en hann fann póst þrjú vegna árásagjarnra geitunga.

Sjáumst hress í næsta hlaupi.


Posted

in

by

Tags: