Næsta rathlaup verður í Heiðmörk næstkomandi sunnudag (12. maí). Mæting er við bílastæðið við Furulund (Hér þar sem græna örin er) og hægt er að mæta hvenær sem er á milli 12:00 og 14:00.
Í boði er hvít braut (barnabraut) (1 km), gulabraut sem er meðal erfið braut um (3 km ) og svarta braut sem annað hvort gangnarathlaup eða venjulegt rathlaup (6 km) fyrir lengra komna . Flestir ættu að geta fundið braut við sitt hæfi, allir velkomnir.