Ratlaupfélagið Hekla

ICE-O fundur í kvöld

Kæru félagsmenn

Á síðasta ári var haldið glæsilegt alþjóðlegt rathlaupsmót sem nefnist ICE-O. Félaginu var mikið hrósað af keppendum fyrir skipulagningu mótsins og er mótið einnig mikilvægur tekjuliður í starfi félagsins.

scientific thesis

Yfir 100 erlendir þátttakendur hafa sótt síðustu tvö mót og má búast við álíka eða fleiri þátttakendum á næsta mót. Nú þegar er hafinn undirbúningur að næsta móti enda að mörgu að huga fyrir alvöru rathlaupskeppni. Til að vel takist upp þurfum við fleiri hendur í undurbúningi og framkvæmt mótsins og við óskum því eftir sjálfboðaliðum.

Stjórn félagsins boðar til undirbúningsfundar fyrir sjálfboðliða vegna ICE-O, þriðjudaginn 5. febrúar kl 20:30 hjá Siglingaklúbbnum í Nauthólsvík. Á fundinum verður undirbúningsferlið kynnt og farið yfir þau verkefnið þar sem þörf er á sjálfboðaliðum.

Við vonumst til að sjá sem flesta ef þú hefur ekki tækifæri til að mæta en hefur áhuga að koma að ICE-O mótinu getur svarað þessum tölvupósti og látið vita af áhuga þínum.

Bestu kveðjur,
Stjórnin


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply