Rathlaupafélagið verður með kynningu á rathlaupi fyrir almenning í grasagarðinum (http://grasagardur.is/) á degi íslenskrar náttúru núna á sunnudaginn. Þetta er einstaklega gott tækifæri fyrir félagsmenn að draga með sér áhugasama vini og ættingja til að prófa rathlaup. Í boði verður mjög stutt braut fyrir börn (kringum 800 m) í grasagarðinu en einnig byrjendabraut og náttúrulega ein góð fyrir ratvísa hlaupagarpa.
Hægt verður að prófa rathlaupið hvenær sem er á milli 13-14:30 á sunnudaginn 16. sept. Mæting er við innganginn á grasagarðinum í Laugardalnum.
ps. Það verður annars margt í boði þenna dag eins og sjá má að dagskrá sem hefur verið birt á vefsíðu Umhverfisráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu-2012/dagskra/
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.