Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit frá Elliðaárdal, fimmtudaginn 6. september 2012

Það mættu fimm hressir einstaklingar í rathlaup í dag. Veður var ágætt en smá svalt, að mestu skýjað og eina stutta gróðrarskúr gerði á okkur. En loftið í dalnum var ferskt og svalandi. Þeir sem mættu fengu líka veitingar eins og ég hafði gefið fyrirheit um, nýbakaða, volga og löðrandi kanilsnúða og einnig gómsætar formkökur með unaðslegum súkkulaðibitum í. Fjórir þátttakendur voru í teiknirathlaupinu og einn í hefðbundna rathlaupinu. Þau stóðu sig öll vel.

Tímarnir eru eftirfarandi:

Teiknibraut (2,9 km):

1. 30:01    Gísli Örn

2. 30:24    Gísli Jónsson

3. 32:44    Dana

4. 49:53    Ólafur Páll

Hefðbundin braut (2,9 km):

1. 30:23    Inga Ævarsdóttir

Neyðarhnakinn þakkar fyrir sig,

kveðja, Salvar Geir 🙂


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply