Í sumar ætlar Rathlaupsfélagið Hekla í samstarfi við skátafélagið Vífil að bjóða upp á æfingar í rathlaupi sem er ung íþrótt hér á landi.
Hvað er rathlaup?
Rathlaup er hlaupaíþrótt sem virkar eins og hefðbundin ratleikur að finna ákveðna pósta sem eru merktir inn á kort í ákveðinni röð.
Fyrir hverja eru æfingarnar?
Þær eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 15 ára.
Hvað er gert á æfingum?
Æfingar sem fram fara í Jötunheimum er sérstaklega til þjálfunar á kortlestri og notkun á áttavita. Byrjað er á einföldum kortaæfingum sem þyngjast smátt og smátt.
Hver er munurinn á æfingum merktum rauðum og grænum lit?
Rauður táknar æfingar í Jötunheimim sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir börn og unglinga. Þessar æfingar fara fram á mánudögum á milli kl 17 og 18:30.
Grænn táknar opnar æfingar hjá rathlaupsfélaginu sem eru fyrir bæði börn og fullorðna. Þær fara fram alla fimmtudaga og einstaka sunnudaga. Á fimmtudögum er opið að mæta frá kl 17:00 til 18:30 og á sunnudögum frá kl 12:00 til 14:00.
Hvað kostar?
Það kostar aðeins 2500 kr að taka þátt í þessum æfingum frá 21. maí til 28. júní.
Nánari upplýsingar
www.rathlaup.is og hjá Gísla Erni Bragasyni gbragason@gmail.com s: 692 6522
Skráning
Fer fram hér
Dagskrá maí – júní 2012
21.5.2012 | Jötunheimar | |
24.5.2012 | Laugardalur A | |
27.5.2012 | Vífilsstaðahlíð | |
28.5.2012 | Jötunheimar | |
31.5.2012 | Ullarnesbrekkur B | |
4.6.2012 | Jötunheimar | |
7.6.2012 | Miklatún | |
10.6.2012 | Heiðmörk A | |
11.6.2012 | Jötunheimar | |
14.6.2012 | Laugarnesskóli | |
18.6.2012 | Jötunheimar | |
21.6.2012 | Háskóli B | |
25.6.2012 | Jötunheimar | |
28.6.2012 | Öskjuhlíð B |
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.