Síðasta fimmtudag bauð Rathlaupsfélagið Hekla upp á rathlaupskeppni á Akranesi í samstarfi við Ævintýrafélagið. Um var að ræða göturathlaup um bæinn og einnig var boðið á hefðbundið rathlaup í skógræktinni. Þátttakan var góð enda lék veðrið við mannskapinn. Sigurvegari var Hróbjartur Trausti frá Hnefaleikafélagi Akraness og Eyþór, einnig frá Hnefaleikafélagi Akraness varð í öðru sæti. Í því þriðja urðu svo Skagaskokkararnir Mæja og Kolbrún. Rathlaupsfélagið Hekla vonar að Skagamenn verði áhugasamir að standa fyrir fleiri rathlaupsæfingum eða keppnum í framtíðinni.
Rathlaup á Akranesi
Posted
in
by
Tags:
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.