Ratlaupfélagið Hekla

Aðeins vika í fyrsta hlaup 2010

Hlaupadagskráin hefst í næstu viku á fimmtudegi. Boðið verður upp á hlaup í Laugardalnum. Rásmarkið opnar klukkan 17:00 og er opið til 18:30. Áhugasamir geta komið hvenær sem er á því tímabili og tekið þátt.
Hlaupagjaldið er 300 krónur fyrir félagsmenn en 600 fyrir aðra. Þó er bennt á að frítt er fyrir börn að hlaupa og að allir sem að vilja geta prófað tvisvar sinnum áður en rukkað er.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta í fyrsta hlaupið og til að taka áhugasama með sér. Tímabilið er aðeins til loka október svo að það er ekki gott að missa af neinu hlaupi.
Íslandsmeistaramótið er svo haldið 4. og 5. júní.
Dagskráin er komin á vefinn og hægt að smella hérna fyrir ofan til að sjá hana auk þess sem nýjar upplýsingar um ICE-O eru líka komnar inn.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply