Ratlaupfélagið Hekla

Símaæfing

Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að vera með hefðbundnar æfingar undanfarið þá deyjum við ekki ráðalaus hjá rathlaupafélaginu. Appið gpsorienteering gerir rathlaupurum kleift að æfa sjálfir þegar þeim hentar án nokkurs búnaðar nema snjallsíma. Búið er að setja inn Rauðavatnskortið og eina braut þar og viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér þennann æfingarmöguleika. Til að nýta sér þetta þarf að:

  1. Ná í appið GPS orienteering run fyrir Android
  2. Bæta við braut (courses) í appið með því að ýta á + og slá inn kóðann u24hka5e
  3. Prenta út kortið (skemmtilegra en að vera bara með símann)
  4. Fara í settings í appinu og stilla punching distance á 20m
  5. Fara á upphafsstaðinn, klikka á brautina og bíða eftir GPS merki
  6. Ef kortið kemur ekki inn er hægt að fara í Download map og þá ætti það að hlaðast inn sjálfkrafa. Þó er hægt að nota appið með því að vera bara með brautina (en ekki kortið).
  7. Ef fólk er hrætt um að villast er hægt að velja möguleika sem heitir Orienteering support og þá er hægt að sjá stefnu og fjarlægð í næsta punk eða sjá staðsetninguna á kortinu.
  8. Eftir að búið er að hlaupa brautina er hægt að hlaða niðurstöðunum upp og bera saman við aðra sem hafa farið brautina.

Við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta en við munum gera meira af þessu ef áhugi er fyrir hendi.


Posted

in

by

Tags: