Ratlaupfélagið Hekla

BeActive – Rathlaupavikan

Verið velkomin að taka þátt BeActive atburð Rathlaupafélagsins Heklu. Í boði eru nokkrar rathlaupabrautir á nokkrum opnum svæðum í Reykjavík. Brautirnar eru stuttar, auðveldar og á færi flestra.

Það eina sem þarf að gera er að prenta út rathlaupakort af því svæði sem þið viljið prófa og byrja á þeim stað þar sem rauði þríhyrningurinn er.
Til þess að klára rathlaupabrautina þar svo að finna þá staði á kortinu sem eru merktir með rauðum hringum í réttri röð. Þegar búið er að finna réttan stað þá á að vera þar staur með númeri og klemmu. Með því að klemma á réttan stað á kortinu myndast þar punktafar sem sýnir fram á þið hafið verið á réttum stað.

Hér fyrir neðan er listinn yfir staðina á Elliðarárkortinu sem þarf að finna. Fyrsti staðurinn á vegamótum (path crossing) og er númerað 31, svo dæmi sé tekið. Á öllum kortunum er svipaður listi.

Þið sem viljið getið sent okkur svo mynd af kláraðri rathlaupabraut á beactive@rathlaup.is og átt möguleika að fá úrdráttarverðlaun. Einnig má senda okkur gps ferill til að sýna fram á að þið hafið klárað eina af rathlaupabrautunum. Það er leyfilegt að senda inn einu sinni fyrir hverja braut. Hægt er að prófa brautina hvenær sem er en það þarf að senda okkur sönnun á þáttöku fyrir lok íþróttavikuna til að eiga möguleika á úrdráttarverðlaun.

Öskjuhlíð

Elliðarárdalur

Fossvogur

Gufunesbær

Hægt er að horfa myndband þar sem rathlaupið er útskýrt aðeins betur:
Hlekkur á myndband

Vikan er skráð sem atburður á facebook,
Hlekkur hér:

En einnig mun Rathlaupafélagið Hekla vera með lítið námskeið laugardaginn 26. september.
Sjá hér á facebook:


Posted

in

by

Tags: