Ratlaupfélagið Hekla

Kynningarhlaup fyrir 4. bekki Austurbæjarskóla

Þann 11. október 2014 hélt Rathlaupafélagið smá kynningarathlaup fyrir nemendur 4.M.Þ g 4.H.S í Austurbæjarskóla. Veðrið var stillt og gott og kjörið til útivistar. Allir skemmtu sér vel og rathlaupið gekk nokkuð vel. Sumir krakkana gleymdu póstinum við strætóskýlið en reyndu að bæta það upp með því að stimpla sig inn á pósta á löngu brautinni.

Aðeins eitt foreldri þorði að hlaupa löngu brautina meðan hinir hlupu með krökkunum.

Tímarnir úr hlaupinu eru hér: Niðurstöður

En þetta var ekki nein keppni heldur er aðalmálið að geta ratað eftir kortinu sem reyndist miserfitt fyrir krakkana en þau stóðu sig öll mjög vel. Sömu brautir voru notaðar fyrr í sumar (sjá hér) ef einhverjir vilja sjá hvernig þeim gekk miðað við félagsmenn.

Félagið verður svo með æfingu næsta fimmtudag í Laugardalnum við grasagarðinn milli kl. 17.00 og 18.00. Það verða brautir við allra hæfi, jafnt börn sem fullorðna. Það verður nánar auglýst síðar á heimasíðunni og á fésbókinni. Allir velkomnir.


Posted

in

by

Tags: