Ratlaupfélagið Hekla

Month: August 2012

  • Tímar úr bingórathlaupi

    Fjörugt bingórathlaup var haldið í Laugardalnum í dag og mættu þar 7 hressir hlauparar en á úrslitum var bætt við tveimur Finnum sem fóru þessa braut fyrr í sumar.  Því miður virðist eitthvað vera fækka á æfingum hjá okkur og værum við til í sjá fleiri ný andlit. Við hvetjum þessa alla áhugasama hlaupara, fjölskyldur…

  • Næsta æfing

    Næsta hlaup hefst við Laugardalslaug  og boðið verður upp á bingórathlaup og hefðbundið rathlaup. Við bjóðum eins og alltaf alla velkomna að prófa þessa skemmtilega íþrótt og hægt er að mæta frá kl 17 til 18    

  • Úrslitin úr Vífilsstaðarhlíðinni, 26. ágúst 2012

    Það var metþáttaka í barnabrautina í Vífilisstaðahlíðinni en það hefðu mátt mæta fleiri til þess að hlaupa erfiðu brautina. Hún var mjög fín eða eins og einn hlauparinn (eða eini hlauparinn sem hlaup erfiðu brautina) orðaði þar “einn af hápunktum ferðarinnar [til Íslands]”. Veðrið lék við þáttakendur en mikil berjaspretta gerði það erfitt að hlaupa…

  • Næsta hlaup í Vífilsstaðarhlíð

    Næsta rathlaup byrjar við grillið í Vífilsstaðarhlíð núna á sunnudaginn (26. ágúst). Ræst er á milli 12.00 og 14.00. Sumarið ekki alveg búið, ennþá er hlýtt í veðri og samkvæmt veðurspánni ætti að haldast þurrt þó ekki sjáist mikið til sólar. Það getur samt verið snjallt að vera viðbúinn rigningu enda sjaldnast hægt treysta þessum…

  • Blaut úrslit frá Ullarnesbrekkur 23. ágúst 2012

    Hér koma svo úrslitin frá Ullarnesbrekkum. Skúli brautargerðarmaður varð að ósk sinni og það ringdi all hresslega. Að vísu bara þegar Skúli var að setja út brautina. Annars var bara gott veður þó allt hafi verið mjög blautt og mikið í ánni sem þurfti að vaða nokkrum sinnum. Salvar var að læra að  nota áttavitann…

  • Úrslit frá 16. ágúst-HÍ og miðbær

    Það voru frábærar aðstæður fyrir hlaup á þessum fallega og hlýja degi sem verður örugglega hlýjasti dagur þessa árs í Reykjavík. Allt gekk vel og allir komu heilu og höldnu í mark. Heildartímar / Milltímar Löng-4 km: 1. 15:12    Felix Spaeth 2. 17:57    Gísli Örn 3. 18:26    Skúli 4. 18:46    Fjölnir Guðmundsson 5. 19:11    Gísli Jónsson…

  • Rathlaup fimmtudaginn 16. ágúst-Ræsing við Þjóðminjasafnið

    Það er spáð sól og blíðu og megafjöri á fimmtudaginn þegar það verður boðið upp á rathlaup við Háskólann og miðbæinn. Tvær brautir verða í boði, 4 km og 2,4 km. Þetta er tilvalið hlaupasvæði fyrir byrjendur. Ræsing verður milli kl. 17 og 18. Mæting er fyrir sunnan Þjóðminjasafn Íslands (sjá mynd). Allir hnakkar og…

  • Tímar úr Blómarathlaupi í Öskjuhlíð

    Heildartímar / Millitímar

  • Rathlaupsæfing í dag 9. ágúst

    Í dag verður rathlaup í Öskjuhlíð. Ræst verður milli klukkan fimm og sex frá Perlunni. Boðið verður upp á létta braut sem allir ættu að ráða við og aðra sem er meira krefjandi. Ég hvet alla hlaupara að mæta og hressa sig við, og reyndar allt útivistarfólk að koma og njóta hollrar útiveru. Það má…