Ratlaupfélagið Hekla

Month: September 2011

  • Úrslit úr Heiðmerkurhlaupinu 11. sept

    Það var fáment en góðmennt í hlaupinu í dag, þrátt fyrir eindæma veðurblíðu. Allir hlaupara náðu að klára sínar brautir með sóma og sumir tóku tvær brautir upp á gamanið. Mikil berjaspretta mun einnig hafa tafið einhverja, sérstaklega ungu keppendurna. Úrslit/Millitími

  • Rathlaup í Heiðmörk á sunnudag

    Næsta sunnudag 11. september er boðið upp á rathlaup í Heiðmörk. Mæting er við Furulund og má sjá nánari staðsetningu með því að klikka á myndina. Boðið verður upp á þrjár brautir löng erfið, stutt erfið og létta braut. Hægt er að mæta á milli kl 11 og 12:30. Frítt að prófa annars 500 kr.…

  • Borgarnes og kvöldnámskeið í kortagerð

    Kortagerðakennsla Nokkri félagsmenn hafa lýst yfir áhuga að koma að kortagerð. Við höfum fengið í hendurnar gögn fyrir Álftamýraskóla, Langsholtsskóla og Fossvogsdalinn. Við auglýsum eftir áhugasömum að taka að sér þessa kortlagningu og við munu halda stutt kvöldnámskeið hvernig eiga að nota OCAD fimmtudaginn 15. september kl 20 í Jötnuheimum, Bæjarbraut 7. Rathlaup í Borgarnesi…

  • Úrslit úr Vífilsstaðahlíðinni, 9. sept

    Þetta var erfið og skemmtileg æfing. Það reyndi mikið á teiknihæfileika þeirra keppenda sem tóku þá í blindrathlaupi en það er gaman að skoða millitímana og sjá hvernig fólki gekk með hina mismunandi póst. Úrslit/millitími

  • Næsta rathlaup

    Næsta fimmtudag fer fram rathlaup við Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Mæting er við grillskála. Hægt er að mæta á milli kl 17:00 og 18:30. Frítt í fyrsta skiptið en annars 500 kr.

  • Úrslit úr Öskjuhlíðinni

    Það var ágæt mæting í Öskjuhlíðina framan við Loftleiða hótelið á fimmtudaginn. 6 fóru stutta braut en 8 þá lengri sem var þó bara 400m lengri en hin stutta. Fleiri hefðu eflaust farið lengri brautina en kortin kláruðust fljótt vegna mikilis áhuga keppenda. Úrslitin eru nú ljós en þau má sjá hér: Úrslit / millitímar