Hlaupaæfing í dag við Jötunheima

Kæru félagsmenn

Ákveðið var á meistaramótinu að halda áfram að hittast á fimmtudögum í vetur og vera með hefðbundar hlaupaæfingar í bland við rötunaræfingar.
Næsta fimmtudag, 11. nóvember kl 17:00 verður haldin hlaupaæfing og að þessu sinni ætlum við að byrja við Jötunnheima sem eru við Bæjarbraut 7 í Garðabæ.
Við stefnum á að hlaupa í um klukkutíma og síðasta hálftíman ætlar Christian að kynna æfingadagskrá vetrarins.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,
Stjórn Heklu

p.s. Hér má sjá umfjöllun um meistarmótið í þættinum Sprotið á RÚV http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4567967/2010/11/09/

One comment to “Hlaupaæfing í dag við Jötunheima”
  1. Hæ hæ! Heklugönguskíði á morgun í Bláfjöllum 🙂 Við pabbi ætlum uppeftir um kl. 13 en gönguskáli Ullar (efsta/innsta húsið, framhjá skálum Víkings og Ármanns) verður opinn kl. 10-17. Þar er hægt að leigja skíði ef fólk þarf og við getum kannski aðeins sagt byrjendum til ef vilja (erum samt engir kennarar…). Vonast til að sjá sem flesta!

Comments are closed.