Ratlaupfélagið Hekla

Aðalfundur félagsins

Nú er komið að því að boða til Aðalfundar Rathlaupsfélagsins.
Fundurinn verður í Jötunheimum (að Bæjarbraut 7, Garðabæ) þann 18. febrúar klukkan 20:00.
Meðal efnis á fundinum eru kosning til formanns og meðstjórnanda stjórnar, kosið verður um nafn á félagið (félagið gengur nú undir nafninu Rathlaupsfélagið en hugmyndir eru um að skipta því út fyrir nýtt nafn) auk þess sem kosið verður um árgjald félagsins (tillaga stjórnar er að árgjaldið verðir 5000 kr).
Þá verður komandi hlaupaár kynnt auk þess sem kynnt verða ýmis verkefni sem að félagið vinnur nú að eitt sér og með öðrum.

Það er enn tækifæri til að verða stofnfélagi í félaginu en það er gert með þvi að skrá sig á hérna og greiða árgjaldið (sem að ákveðið verður á aðalfundinum).

Þeir sem skrá sig fyrir fundinn fá send aðalfundargögn. En tekið verður á móti nýjum félögum á fundarstað þar til fundurinn hefst.

Látið alla vita sem að áhuga hafa á þessari íþrótt.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply