• Kjósið í Betri Reykjavík

    Kæru félagsmenn og velunnarar rathlaupa. Nú getið þið hjálpað til að breiða út þessa yndislegu íþrótt. Í laugardagshverfinu og Grafaholts og úlfársdalshverfinu er hægt að kjósa um fasta rathlaupabraut. KJÓSIÐ OG DEILIÐ! ps. ekki gleyma að stjörnumerkja þetta val.  

  • Rathlaupakynning fyrir náttúruhlaupara

    Fengum Náttúrhlaupara í kynningu síðasta laugardag (13. okt 2018). Um 40 manns mættu og fengu að prófa rathlaup á svæðinu milli Reynisvatns og Rauðavatns. Allir virtust skemmta sér vel, að minsta kosti þeir hlaupara sem rötuðu tilbaka. Einhverjir hópar voru svo ákafir að komast í mark að þeir gleymdu að stimpla sig inn á síðasta…

  • Rathlaup á sunnudaginn (2. sept. 2018)

    Rathlaupabrautir fyrir alla fjölskylduna núna sunnudaginn. Rathlaupið er opið frá kl. 10.00 til 12.00. Brautir við allra hæfi. Mæting í Furulundi (sjá á mynd):

  • Rathlaupadagskrá haust 2018

    Rathlaupa dagskrá félagsins haustið 2018 – opnar fimmtudagsæfingar kl 17:30 eða á laugardögum kl 11 þar sem boðið er upp á létta fjölskyldubraut eða lengri flóknari braut – það kostar ekkert að taka þátt í opnum æfingum félagsins. 16. ágúst, Öskjuhlíð – byrjar í Nauthólsvík 23. ágúst, Elliðarárdalur 30. ágúst, Gufunes 2 sept, Heiðmörk kl.10…

  • Brautir í Vífilsstaðahlíð

    Vikubraut í Vífilsstaðahlíð sem verður tekin niður 28. júní. Boðið upp á þrjár brautir Stutt  Meðal  Löng  

  • Rathlaupabrautir í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk

    Næstu vikuna 1.6 – 6.6 verða hangandi flögg þannig allir geta þegar þeir hafa áhuga á  rathlaupað um Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Hér eru hlekkir inn á kort. Hægt að velja milli þriggja mis erfiða brauta. Góða skemmtun Erfið svört braut  Meðal erfið gul braut  Auðvelt hvít braut

  • Alþjóðlegi rathlaupadagurinn – Ný föst braut í Fossvogsdal

    Alþjóðlegi rathlaupadagurinn verður haldin upp á fimmtudaginn 24. maí frá kl 17 – 18 við Snælandsskóla. Vígð verður ný föst braut í Fossvogsdal sem var kosin í Okkar Kópavogur. Brautin inniheldur 20 pósta og þáttakendur reyna að finna sem flesta pósta. Allir eru velkomnir að mæta og reyna fyrir sér í rathlaupi hvort sem þeir…

  • Barnaæfingar

    Við ætlum að halda krakka æfingar í Laugardal fyrir 5-10 ára:   9. maí kl 17.00 mætin við KFUM/KFUK leikskólann   16. maí kl 17.00 hittast við KFUM/KFUK leikskólann   23. maí kl 17.00 mæting við Þvottalaugarnar   30. maí kl 17.00 mæting við Þvottalaugarnar   Allir velkomnir!

  • Tímar frá æfingu 1. maí

    Fyrsta æfing sumarsins var fjölmenn og sérstaklega gaman var að sjá margar fjölskyldur mæta. Veðrið var kalt og smávegis snjókoma en lítill vindur.  Það var um 40 manns sem mættu á fyrstu æfinguna. Heildartímar / Millitímar

  • Fjölmennasti rathlaupaviðburður sögunar, 28.04.2018

    Rathlaupafélagið Hekla var með rathlaupakynningu fyrir þáttakendur á Landsmóti Lúðrasveita í Breiðholti síðasta laugardag (28.04.2018). Um 570 þátttakendur mótsins prófuðu rathlaup, sem gerir þenna viðburð líklegast fjölmennasta rathlaupaviðburð sögunar. Veðrið einstaklega gott og ekki var að sjá á öðru en allir hafi skemmt sér vel. Gísli Örn kortlagði svæðið frá Fellaskóla til Hólabrekkuskóla fyrir þetta…