Ratlaupfélagið Hekla

ICE-O alþjóðleg keppni í rathlaupi

ICE-O rathlaupakeppnin er opin öllum og  fer fram 23. – 25. júní.

Það er frítt á mótið fyrir félagsmenn en 500 kr fyrir aðra hver dagur.
Hægt að mæta einn dag og skrá sig á staðnum. Það er keppt á þremur mismunadi stöðum á hverjum degi. Boðið er upp á mismundi brautir eftir erfiðleikastigum. Tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og prófa rathlaup.

Á föstudeginum 23. júní við Rauðhóla frá kl 17 -19 og er þá hægt að skrá sig með því að mæta í keppnismiðstöðina í Björnslundi í Norðingaholti við Elliðabraut (sjá kort).

Á laugardeginum 24. júní er keppnin í Heiðmörk frá kl 10 – 12 og þá er skráning í Heiðmörk. (sjá kort).

Á sunnudeginum 25. júní er keppni við Reynisvatn frá kl 9 – 11 og þá er hægt að skrá sig í keppnismiðstöðinni sem er við félagsheimili Fram í Leirdal í Grafarholti, Þorláksgeisla 51 (sjá kort).


Nánari upplýsingar á ensku www.orienteering.is og staðsetningar á keppnisstöðum er finna hér https://www.google.com/maps/d/edit…


Posted

in

by

Tags: