Ratlaupfélagið Hekla

Námskeið fyrir byrjendur

Næstu fjóra fimmtudaga ætlar rathlaupafélagið Hekla að bjóða upp á námskeið í rathlaupi kl 17:30 – 18:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla frá 8 ára aldri og upp í fullorðna og það er ekki krafist neinnar kunnáttu til að taka þátt í námskeiðinu. Eftir þessa fjóra fimmtudaga getur þátttakendur tekið þátt í starfi rathlaupafélagsins Heklu. Á námskeiðinu læra þátttakendur grunn atriði í rötunartækni, kortalestri, áttavitanotkun og þjálfun í að hlaupa utan stíga.

Hvar og hvenær:

  • 25/8 – Við klúbbhúsið í Nauthólsvík (kort)
  • 1/9 –  Við klúbbhúsið í Nauthólsvík (kort)
  • 8/9 – Í Leirdal við Þorláksgeisla 51 (kort)
  • 15/9- Í Leirdal við Þorláksgeisla 51 (kort)

Námskeiðið er frítt fyrir alla
Skráning á   rathlaup@rathlaup.is og frekari upplýsingar veitir Gísli Örn Bragason  s: 692-6522

 


Posted

in

by

Tags: