Ratlaupfélagið Hekla

Month: August 2016

  • Æfingadagskrá haustsins

    Æfingar rathlaupafélagsins Heklu í haust verða með fjölbreyttur sniði. Byrjendanámskeið fara næstu  fjóra fimmtudaga og eftir það hefjast hefðbundnar æfingar á fimmtudögum fram í otkóber. Nokkrar laugardaga ætlum við að vera með tækniæfingar þar sem hlaupa tveir og tveir saman.  Á þriðjudögum verður boðið upp á venjulegar hlaupaæfngar þar sem hlaupið verður frá félagsheimilinu í…

  • Rathlaupaæfing á Egilsstöðum (Selskógi), 25. ágúst 2016

    Rathlaupafélagið Hekla verður með æfingu í Selskógi á Egilsstöðum næstkomandi fimmtudag (25.08.2016). Brautir við allra hæfi (1, 2 og 3 km langar) og allir velkomnir. Notast verður við tímatökubúnað. Æfingin hefst kl. 17.00 við bílaplanið við enda Árhvamms, en hægt er að mæta hvenær sem er til kl. 17.45.

  • Námskeið fyrir byrjendur

    Næstu fjóra fimmtudaga ætlar rathlaupafélagið Hekla að bjóða upp á námskeið í rathlaupi kl 17:30 – 18:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla frá 8 ára aldri og upp í fullorðna og það er ekki krafist neinnar kunnáttu til að taka þátt í námskeiðinu. Eftir þessa fjóra fimmtudaga getur þátttakendur tekið þátt í starfi rathlaupafélagsins Heklu.…

  • ICE-O mótið

    Það voru yfir 70 keppendur sem kepptu á fjögra daga ICE-O mótinu 2016. Keppnin tókst vel í alla staði og voru keppendur  ánægðir með skipulag mótsins. Það er mikill áhugi erlendis fyrir mótinu og nokkuð ljóst að ICE-O verður haldið á næsta ári en með breyttu sniði. Þörf er að fjölga íslenskum þátttakendum og þarf félagið…