Ratlaupfélagið Hekla

Month: October 2015

  • Æfing í Laugardalnum næsta fimmtudag

    Næsta æfing verður í Laugardalnum á fimmtudaginn. Mæting er við bílastæðið fyrir framan grasagarðinn klukkan 17:00. Að venju ættu allir að geta fundið brautir við sitt hæfi.

  • Tímar frá æfingu í Öskjuhlíð

    Það var fjör á æfingu í dag, hér má sjá tímana. http://obasen.orientering.se/winsplits/online/en/show_event.asp?id=39319

  • Aukaæfing á sunnudaginn

    Á sunnudaginn verður boðið upp á auka æfingu í Öskjuhlíð. Æfingin hefst klukkan 11 og verðu boðið upp á þrjár mismunandi brautir. Rafeindabúnaðurinn verður notaður og er mæting að venju í kofann við Nauthólsvík.

  • Æfing á fimmtudaginn

    Næsta æfing verður klukkan 17:00 í Rauðhólum á fimmtudaginn (15.10.2015). Á æfingunni verður næsta vikubraut hlaupin og hægt verður að fá kort á staðnum. Mæting er við bílaplanið við Rauðhóla (Heiðmerkurvegi). Fyrir þá sem kjósa að hlaupa brautina á öðrum tíma þá geta þeir nálgast kortið hér.

  • Æfing næsta fimmtudag fellur niður

    Því miður lýtur út fyrir að ekki verði æfing núna á fimmtudaginn (8.9.2015) eins og auglýst var í haustdagskránni. Hinsvegar verður æfing samkvæmt plani fimmtudaginn þar á eftir.

  • Rathlaup í Noregi

    Fréttaritari rathlaupavefsinn skellti sér til Noregs til að taka þátt í Furugampen hjá rathlaupafélagi Hamars. Tekið var vel á móti fréttaritaranum sem náði að plögga ICE-O mót næsta árs í nokkrum samtölum við heimamenn og auðvitað var hengdur upp bæklingur fyrir það mót. Hlaupið var í dásamlegu veðri, sólskin og 14 stiga hiti. Fréttaritari keppti…