Ratlaupfélagið Hekla

Month: August 2015

  • Áttavitaæfing í Öskjuhlíð

    Næstkomandi fimmtudag verður haldin áttavitaæfing í Öskjuhlíð. Byrjað verður inni þar sem farið verður yfir hvernig áttaviti er notaður í rathlaupi og svo verður haldið út í skóg til að æfa tæknina. Mæting er í félagsskúrinn (litla húsið fyrir framan siglingaklúbbinn) klukkan 17:00. Einnig verður boðið upp á æfingu fyrir vana rathlaupara og braut fyrir…

  • Rathlaupamót í Svíþjóð

    Hér er í Svíþjóð eru héraðsmótin í fullum gangi og hef ég, Gísli Örn og Inga, verið að taka þátt í mótum í okkar héraði. Síðastliðinn miðvikudag var félagsmót OK Linköping og tók ég þar þátt og var næst síðastur í mínum flokki (Sjá úrslit). Þetta var sæmilegt hlaup hjá mér en ég átti erfitt með…

  • Elliðaárdalur æfingaúrslit

    Hér eru úrslitin frá því á æfingunni í dag. Flestir fóru í gulu brautina en hún reyndist ansi snúinn og lentu flestir í einhverjum erfiðleikum. Skúli og Nils spreyttu sig svo á korti þar sem búið var að fjarlægja alla stíga. Úrslit

  • Næsta æfing í Elliðaárdal

    Næsta æfing verður núna á fimmtudaginn (27.) í Elliðaárdal. Boðið verður upp á þrjár mis krefjandi brautir þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og að auki verður boðið upp á kort án stíga. Mæting er við félagsheimili Orkuveitunar (Rafstöðvarvegur 20) á milli kl 17 og 18.

  • Úrslit frá Ormsteiti

    Í dag (22.08.2015) fór fram fyrsta rathlaupið á nýju korti af Selskógi við Egilsstaði. Hlaupið var haldið í tengslum bæjarhátíðina Ormsteiti og fór ég (Ólafur Páll) austur til að aðstoða við uppsetningu hlaupsins en Gísli Örn sá um brautargerð. 19 manns á öllum aldri skráðu sig til leiks en líklega hafa verið um 30 sem…

  • Úrslit úr Laugardalnum (20.08.2015)

    Það bara fín mæting þrátt fyrir var æfinginn var auglýst seint. Alls mættu 11 þar af  tveir nýliðar. Löng: Guðmundur 36 mín Ævar 47 mín Lena og Jón 52 mín Stutt: Jóna 24 mín Vigdís 24 mín Benedikt og Magnús 24 mín Niels og Jakob DNF

  • Rathlaupaæfing í Laugardalnum (20.08.2015)

    Það verður rathlaupaæfing í Laugardalnum núna á Fimmtudaginn (20.08.2015). Hægt að mæta milli kl. 17.00 og 18.00. Ræst af stað við bílastæðið neðan við Langholtsskóla (sjá hér á ja.is), neðst á Holtavegi. Brautir við allra hæfi og allir velkomnir.  

  • Rathlaup í Selskógi við Egilsstaði

    Næstkomandi laugardag (22. ágúst) mun Hekla í samvinnu við heimamenn standa fyrir rathlaupi á glænýju korti af Selskógi. Hlaupið verður hluti af hátíð heimamanna, Ormsteiti. Hægt verður að mæta á milli klukkan 11 og 14.

  • Úrslit úr Öskjuhlíðinni

    Það voru 15 galvaskir hlauparar (auk nokkura aðstoðarmanna) sem mættu á æfingu í dag (15.08.2015). Æfingin var með hefðbundnu sniði og voru bæði gamlar kempur og minna reyndir hlauparar sem mættu til leiks.  Hér má sá úrslit dagsins.

  • Æfing á Laugardaginn 15. ágúst 2015

    Næsta æfing verður á laugardaginn Öskjuhlíð. Æfingin sem átti að vera núna á fimmtudag er frestað vegna veðurs. Mæting á laugardaginn er millli kl. 11.00 og 12.00 í félagsheimilið í Nauthólsvík (sjá á mynd). Boðið verður upp á kaffi og kakó að loknu hlaupi. Í boði eins og vanalega er barnabraut, byrjendabraut og svo ein…