Ratlaupfélagið Hekla

Jukola 2015 úrslit Hekluliðsins

IMG_20150614_115440272
Þá erum við Jukolafara loksins komin landsins. Ferðin var náttúrulega rosalega skemmtileg eins og þið sem hafið lesið fyrri fréttir vitið. En toppurinn á ferðinni var náttúrulega sjálft Jukola hlaupið. Ég (Gísli J) tók fyrsta legginn, Ólafur þann þriðja og Dana þann sjöunda og síðasta. Eins og hjá alvöru íþróttafélögunum þá fengum við erlenda keppnismenn okkur til fulltingis. En fjórir rússar frá rathlaupafélagi í St. Pétursborg tóku þá leggi sem upp á vantaði.Niðurstöður okkar liðs má finna hér: http://online.jukola.com/tulokset/se/j2015_ju/kilpailijat/756/

Eins og sjá má þá gekk okkur bara þokkalega. Ég kom okkur í sæti 1564 af 1737 á fyrsta leggi. Rússinn sem tók við af mér hljóp á mjög góðum tíma og hífði okkur upp um 370 sæti. Ólafur létt okkur falla um 140 sæti, en það má segja að hann hafi náð örlitlum betri árangri en ég, en hann var í sæti 1482 af 1680 á sínum legg. Flestir hinir rússarnir  hækkuðu okkur upp um 40 til 114 sæti. En Dana létt okkur aftur fall um 140 sæti. Öll gerðum við einhver mistök eins og sjá má á millitímunum okkar en heilt yfir var þetta bara fín árangur.

En við náðum öllum þrem markmiðum ferðarinnar, sem var að hafa gaman, finna alla réttu póstanna og ekki vera síðust.

Við vöktum heilmikla athygli. Það var tekið við okkur viðtal fyrir Finnska ríkisjónvarpið fimmtudaginn fyrir hlaupið auk þess sem það var rætt lítilega við mig eftir mitt hlaup:

Hér er frétt um okkur í sjónvarpinu: https://vimeo.com/130648481
H
ér er stutt grein um okkur: http://yle.fi/urheilu/islantilaiset_jukolan_viestissa_-_meilla_on_laavakenttia_ei_metsia/8068949

Það er svaka stuð að taka hlaupa fyrsta leggin með tæplega 1.800 manns. Ég var í miðjum hópnum og andaði örugglega um 1 kg af moldarryki sem hlaupararnir fyrir framan mig þyrluðu upp. Myndir af startinu má finna hér: http://yle.fi/urheilu/islantilaiset_jukolan_viestissa_-_meilla_on_laavakenttia_ei_metsia/8068949

Við munum svo bæta við hlekkjum ef við finnum meiri umfjöllun um okkur í finnskum fréttamiðlum.

Í haust munum við líklegast reyna að hafa smá fræðslukvöld þar sem við munum fara yfir hlaupin okkar og segja betur frá viðburðinum. Við þökkum náttúrlega styrktaraðilunum okkar Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Dohop, en allra mest eigum við Anssi Saarinen að þakka fyrir að lána okkur sumarbústaðinn sinn og allt annað sem hann hefur gert fyrir okkur í ferðinni þrátt fyrir að vera á fullu í að vinna í undirbúningi Jukola mótsins. Myndin með fréttinni er með okkur og Anssi.


Posted

in

by

Tags: