Ratlaupfélagið Hekla

Month: September 2014

  • Úrslit úr meistaramótinu

    Fjölmenni mætti og keppti i meistaramóti félagsins. Meistarar að þessu sinni eru  Gísli Jónssons og Dana Jezkova.  Að venju er bikar fyrir bestu ástundun og nú var reglum breytt þannig að þeir sem eru yngri en 18 ára er gjaldgengir. Benidikt Vilji Magnússon var með bestu ástundina og hlaut inn eftirsótta bikar að launum. Hér má…

  • Úrslitin úr æfingu dagsins í Laugardalnum.

    Það var líf og fjör í Laugardalnum í dag. Alls mættu 11 hlauparar sem skemmtu sér vel í góðu veðri þrátt fyrir örlitla rigningu annað slagið. Þar sem afföll af tímatökubúnaði okkar hafa verið nokkuð mikil þegar við höfum hlaupið í dalnum var ákveðið að sleppa honum núna og eru því tímarnir bara teknir með…

  • Æfing í Laugardal

    Á morgun, fimmtudag 25. september á milli 17 og 18 verður æfing í Laugardalnum. Mæting er við Skautahöllina. Boðið verður upp á tvær stuttar og vonandi skemmtilegar brautir.  Við minnum jafnframt á meistaramótið á laugardaginn kl 12 í Heiðmörk

  • Meistaramótið 2014

    Meistaramótið markar lokin á sumarstarfi Rathlaupsfélagsins Heklu og að þessu sinni verður það haldið í Heiðmörk. Við höfum fengið afnot af skála Norðmanna sem nefnist Torgeirsstaðir. Meistaramótið er fjölskyldumót fyrir alla og munu við bjóða upp á einfaldar brautir meðfram stígum og flóknari brautir. Einnig verður boðið upp á brautir fyrir börnin. Við hvetjum því…

  • Tímar úr Elliðaárdal

    Blómarathlaupaæfing var síðasta þriðjudag í Elliðaárdal og bauð það upp á skemmtilega keppni þar sem hlaupara gátu lagt af stað á sama tíma. Hér má sjá tímana en það er flóknara að lesa út millitímum þar sem keppendur tóku póstana ekki í sömu röð. Millitímar eru því gefnir upp miðað við hvern póst og þannig…

  • Áttavitaæfing í Öskjuhlíð

    Á morgun, laugardag verður áttavitaæfing í Öskjuhlíð. Mæting er kl 10 og gert er ráð fyrir að æfingin fari fram í 2-3 manna hópum. Mæting er við félagsaðstöðu félagsins í Nauthólfsvík. Allir velkomnir sem langar að prófa að æfa sig að nota og hlaupa eftir áttavita.

  • Rathlaupaæfing í Elliðaárdal

    Fimmtudaginn 18. september verður rathlaup í Elliðaárdal. Mæting er í hlaupið við Rafstöðvarhúsið, á Rafstöðvarvegi 20, milli klukkan 17.00 og 18.00. Allir velkomnir. Boðið verður upp á  mismuandi brautir í lengd og erfiðleikastigi.

  • Tímar frá fyrsta Rauðhólahlaupinu

    Heildartímar / Millitímar

  • Rauðhólar í fyrsta skipti

    Á fimmtudag verður í fyrsta skipti rathlaup í Rauðhólum. Æfingi er opin frá kl 17-18 og við bjóðum uppá brautir fyrir alla sem hafa áhuga að taka þátt. Mæting er við bílastæði við Rauðhóla sem er við Heiðmerkuveg. Sjá kort

  • Tímar frá æfingu í Mosfellsbæ

    Heildartímar / Millitímar