Ratlaupfélagið Hekla

Month: August 2013

  • Tímar frá æfingunni í Hafnarfirði

    Í dag var hlaupið eftir nýju korti af miðbæ Hafnarfjarðar. Kærar þakkir til ML og LH fyrir gott kort. Það komu 11 hlauparar í dag, þar af tvær ungar stúlkur þær Stefanía og Anna. Vonandi sjáum við þær aftur á æfingum á næstunni. Einnig komu 4 hlauparar úr hlaupahóp Hauka sem skemmtu sér vel og…

  • Fjölskyldurathlaup á Úlfljótsvatni

    Næst komandi sunnudag 1. september verður boðið upp á rathlaup á Úlfljótsvatni kl 11. Boðið verður upp á einfaldar og fólknar brautir sem henta bæði börnum, byrjendum og þeim sem vilja mikla áskorun (hvít, rauð og svört braut). Fyrir austan fáum við að vera innandyra og þar mun félagið bjóða upp á vöfflur og meðlæti.…

  • Rathlaup í Hafnarfirði

    Næst komandi fimmtudag er boðið upp rathlaup í Hafnarfirði þar sem hægt er að mæta frá kl 17 – 18 við Lækjaskóla í Hafnarfirði. Allir velkomir til að taka þátt í rathlaup og boðið upp á lengri og styttri brautir af mismuandi erfiðleikum.

  • Tímar úr Laugardalnum

    Hér má finna tímana úr hlaupinu úr Laugardalnum Heildartímar / Millitímar,  WinSplits Online

  • Laugardalur

    Fimmtudaginn 22. ágúst 2013 fer fram rathlaup í Laugardal við Þróttaraheimilið og er hægt að mæta milli kl 17 – 18. Allir velkomnir! Boðið upp á hvíta einfalda braut og rauða erfiðari braut.

  • Úrslit úr Öskjuhlíð, 15. ágúst 2013

    Af einhverjum ástæðum mættu bara stjórnarmeðlimir í hlaupið í Öskjuhlíðinni og því miður ekki öll stjórninn. Gísli setti út brautina, og Fjölnir og Gísli Örn hlupu hana. Það var allt og sumt þrátt fyrir hlýindi, yndislega vætu og stöku skúri. Úrslitin voru þannig að Gísli Örn hljóp brautina á 31:16 og Fjölnir á 49:45. Engir…

  • Öskjuhlíð

    Næst komandi fimmtudag 15. ágúst er rathlaup í Öskjuhlíð. Mæting í Nauthólsvík við félagsaðstöðu félagsins hjá Siglingaklúbbnum (Sjá kort) Hægt er að mæta frá kl 17 til kl 18. Boðið verður upp hvíta braut fyrir börnin og byrjendur, gula braut fyrir lengra komna og sérstök blindaæfing Allir eru velkomnir