Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit frá Öskjuhlíð, fimmtudaginn 18. október 2012

Síðasta almenna hlaup tímabilsins skv. dagskrá var haldið í gær í Öskjuhlíð. Níu manns mættu og spreyttu sig í mjög fallegu og góðu veðri. En það var svalt og jörðin frosin og sumsstaðar hál. Í boði var svokallað hæðalínurathlaup sem er krefjandi því búið var að fjarlægja alla stíga af kortinu. Formanni vorum fannst það hins vegar bara betra og hefur aldrei verið í eins góðu standi kallinn (sterar??). Haustskammdegið gerði lík vart við sig því þeir sem mættu eftir 17:30 voru í vandræðum í lok brautarinnar því þá var orðið rökkvað og ansi dimmt inni í skóginum. En fólk var glatt á hjalla og fólk orðið spennt fyrir meistaramótinu sem verður á sunnudaginn.

Löng (3,3 km):

1. 41:03  Davíð

2. 43:16  Gísli Örn

3. 53:38  Guðmundur F.

4. 55:20  Skúli

5. 55:53  Dana

6. 58:35  Gísli J.

7. 59:18  Fjölnir

8. 01:03: 56 Ólafur Páll – lauk ekki braut, varð kanínum að bráð…

 

Stutt (1,3 km):

1. 28:11  Hrafnhildur.

Neyðarhnakkinn þakkar fyrir sig.

Kær kveðja, Salvar.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply