Ratlaupfélagið Hekla

Month: September 2012

  • Rathlaup á morgun í Laugardal

    Minni á rathlaupsæfingu á morgun í Laugardal þar sem boðið verður upp á minnisrathlaup. Það felst í því að rathlauparinn fær ekki kort en í staðinn er lítið kort á hverri stöð sem sýnir staðsetningu þeirrar næstu. Þannig verður rathlauparin að muna leiðina. Að venju er hægt að mæta frá kl 17 – 18 og…

  • Tímar úr hlaupinu í Heiðmörk

    Veðrið lék við hlaupara í Heiðmörk í dag. Það var mikið um bláber á svæðinu og freistuðust sumir hlaupara til að næla sé í nokkur bláber meðan stefnan var tekin á næsta póst. Úrslit dagsins eru eftirfarandi: Löng braut (3,7 km): Gísli Jónsson (39:05) Baldur Eiríksson (47:06) Dagur Egonsson (62:07) Skúli (66:00) Barnabraut (1,3 km):…

  • Rathlaup í Heiðmörk 9. sept. 2012

    Sunnudaginn 9. september fer fram rathlaup í Heiðmörk. Í boði verða þrjár mismunandi brautir: Barna/byrjendabraut (1,3 km) Stutt (2,5 km) Löng (3,7 km) Keppendur geta lagt af stað á milli kl. 12 og 13. Allir velkomnir að koma og taka þátt. Tilvalið tækifæri til að njóta helstu náttúruperlu höfuðborgarinnar. Heyrst hefur að mikið sé af…

  • Úrslit frá Elliðaárdal, fimmtudaginn 6. september 2012

    Það mættu fimm hressir einstaklingar í rathlaup í dag. Veður var ágætt en smá svalt, að mestu skýjað og eina stutta gróðrarskúr gerði á okkur. En loftið í dalnum var ferskt og svalandi. Þeir sem mættu fengu líka veitingar eins og ég hafði gefið fyrirheit um, nýbakaða, volga og löðrandi kanilsnúða og einnig gómsætar formkökur með unaðslegum súkkulaðibitum…

  • Rathlaup í Elliðaárdal fimmtudaginn 6. september 2012

    Fimmtudaginn 6. september mun fara fram svokallað teiknirathlaup (líka kallað einfaldarathlaup). Þátttakendur fá blað með stöðvunum eingöngu og verða svo að teikna kortið inn á það blað sjálfir, sem þeir fá aðgang að áður en þeir hlaupa af stað. Þeir sem eru nýir og treysta sér ekki til þess, geta hlaupið brautina á hefðbundinn hátt.…