Nýtt kort af Vífilsstaðahlíð

Nýtt kort af Vífilsstaðahlíð hefur verið gefið út og er hlutfall nýkortlagningar 30%. Það er því búið að kortleggja 3,4 fm2 af Vífilsstaðahliðinni fyrir rathlaupskort í mælikvarðanum 1:10.000. Kortið er kortlagt af Markus Pusepp frá Eistlandi og fór vinnan fram í júlí 2010 og 2011. Svæðið er mjög fjölbreytt með hrauni, kjarri, skógi og melum og yfirleitt erfitt yfirferðar. Rathlaupsfélagið Hekla þakkar styrkarsjóði skáta og skátafélaginu Vífli fyrir stuðning við kortlagningu.