Ratlaupfélagið Hekla

Month: February 2011

  • Æfingar á fimmtudögum

    Æfingar á fimmtudögum byrja framvegis við sundlaug Kópavogs kl 17

  • Norðmenn koma í heimsókn í mars

    Nú fáum við tvo norska hlaupara í heimsókn. Þeir munu halda fyrir okkur fyrirlestur þann 9. mars í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum klukkan 20:00. Þá munu þeir bjóða upp á sérstaka tækniæfingu þann 12. mars og kortaæfingu sama dag um kvöldið. Hérna er auglýsing fyrir 9. mars. Endilega látið þetta berast sem víðast. Auglýsing fyrir…

  • Aðalfundur félagsins

    Nú er komið að því að halda aðalfund félagsins. Hann verður haldin í Jötunheimum í Garðabæ (Bæjarbraut 7). Miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 20:00 Verkefni aðalfundarins eru: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár. Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla. Kosning um lagabreytingar. Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.…

  • Götu rathlaup næsta fimmtudag

    Götu-rathlaup eða street-O er einföld úgáfa af rathlaupi þar sem notast er við götukort. Næsta fimmtudag verður boðið upp á létta æfingu og fyrirkomulagið verður að ná sem flestum póstum á 60 mínútum. Mæting kl 17 við Sundlaugina í Kópavogi og ræs verður kl 17:15

  • Hlaupaæfing á fimmtudögum

    Ákveðið hefur verið að breyta dagskrá hlaupanna í vetur og vera með fimmtudagshlaupin alltaf frá sundulauginni í Kópavogi. Við stefnum á að taka upp helgarhlaup eftir aðalfund og verður tillaga borinn upp á fundinum. Á morgun sem sagt mæting kl 17 við sundlaugina í Kópavogi og að þessu sinni mun Baldur Eiríksson stýra ferðinni.

  • Hlaupaæfing og kennslukvöld

    Næst komandi fimmtudag verður að venju skokkæfing kl 17 og lagt verður af stað frá Jötunheimum, Bæjarbraut 7 í Garðabæ. Seinna um kvöldið kl 20:00 verður haldið kennslukvöld og er haldið áfram með vinnu í brautargerð. Gott er að vera búinn að búa til braut áður og hér má nálgast “rétt” kort af Heiðmörk Á…