Ratlaupfélagið Hekla

Month: September 2010

  • Næsta hlaup

    Næsta hlaup er í Öskjuhlíðinni og við mætum bak við Shell (Bústaðavegi) hjá hreinsistöðinni orkuveitunnar. Sjá mynd… 17.00-18.00 Helst ekki of seint. Það dimma frekar snemma núna.

  • Suunto leikarnir í Eistlandi

    Gísli hefur verið að hlaupa í Eistalandi og tók þátt Suunto leikunum. Nánar um það síðar. Hér má sjá niðurstöður úr hlaupinu og myndir http://kobras.polvamaa.ee/

  • Næsta Hlaup

    Boðið verður upp á hefðbundið rathlaup á fimmtudaginn í Laugardalnum, tilvalið fyrir byrjendur til að koma og prufa! Hlakka til að sjá ykkur milli 17:00-18:30 🙂 Skoðið kortið til að sjá rásstað.

  • Mynd af brautinni í Heiðmörk

    Hér má nálgast mynd af brautinni í Heiðmörk Gísli Örn hlaup brautina í morgun og hér má sjá ferlinn hans

  • Næsta hlaup

    Næsta hlaup er í Heiðmörk og er Línurathlaup. Það verður útskýring á æfingunni hjá Baldri sem sér um hlaupið. Mæting milli 17.00 og 18.30

  • Taktu 19. sept frá!

    Kæri félagi, Nú erum við búin að nota sumarið mjög vel og það er farið að hausta. Tímabilið er reyndar ekki alveg búið en okkur finnst tími til komin að hittast aðeins öll og fara yfir málin, ræða saman, borða saman og spá í hvernig hefur gengið. Við boðum því til félagsfundar næsta sunnudag (19.…

  • GPS forrit fyrir rathlaup

    Hér má nálagast forritið QuickRroute sem er sérsniðið fyrri rathlaup. http://www.matstroeng.se/quickroute/en/ Hér má nálgast mynd af brautinni brautin við Háskólan. Hægt er að nota kortið sem bakgrunnsmynd og tengja ferilinn úr GPS tækinu við brautina. Háskóla brautin

  • Rathlaup í dag – nýr rásstaður

    Athugið að í dag 9. september er ræst frá inngangi Þjóðminnjasafnsins en ekki frá aðalinngangi HÍ. Sjáumst í dag við inngang Þjóðminnjasafnsins.

  • Rathlaup við Háskóla Íslands

    Fimmtudaginn 9. september fer fram rathlaup við Háskóla Íslands og er opið að mæta á milli kl 17 og 18:30. Ræst er frá Inngangi Þjóðminnjasafnsins. Boðið verður upp á hefðbundið rathlaup og svæðið er tilvalið fyrir nýliða.